Halldór er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann veitir meðferð fyrir fullorðna og ungt fólk, meðal annars vegna þunglyndis, kvíða, áfalla, streitu, samskiptavanda, reiðistjórnunar eða vímuefnavanda. Hann hefur meðal annars sótt sérnám og þjálfun í samkenndarmiðaðri meðferð (Compassion Focused Therapy, ACT (Acceptance and Commitment Therapy), hugrænni atferlismeðferð (HAM) og áhugahvetjandi samtali (Motivational Interviewing ).
Halldór útskrifaðist sem sálfræðingur frá Freie Universität í Berlín árið 1994 og fékk sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði frá Embætti Landlæknis 2017. Hann hefur starfað á Sálfræðistofunni frá árinu 1999. Hann hefur einnig starfað sem sálfræðingur í Berlín, við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem yfirsálfræðingur á Stuðlum og sem sviðsstjóri á Barnaverndarstofu. Halldór var um nokkurra ára skeið formaður stéttarfélags sálfræðinga.