Ása Guðmundsdóttir

asa@ssk.is
Sími: 8633766
Tungumál: Íslenska, enska og þýska
Hægt er að óska eftir fjarviðtölum

Ása er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún veitir meðferð og ráðgjöf fyrir fullorðna á öllum aldri, meðal annars vegna kvíða, streitu og áfalla, þunglyndis, samskiptavanda og lágs sjálfsmats. Hún hefur mikla reynslu af að sinna fólki með áfengis- og vímuefnavanda og aðstandendum þeirra. Einnig hefur hún unnið lengi með fólki með heilabilunarsjúkdóma og aðra alvarlega sjúkdóma og með aðstandendum þeirra.

Ása útskrifaðist með embættispróf í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1980. Hún fékk sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði 1991. Hún hefur sótt viðbótarmenntun og þjálfun í client centered therapy, hugrænni atferlismeðferð, hugrænni áfallameðferð og núvitund og samkennd í eigin garð (compassion focused therapy).

Ása hefur starfað á sálfræðistofunni frá árinu 1993 samhliða því að vinna á Landspítala frá 1983. Þar starfaði hún á geðdeildum, lengst af við áfengis- og vímuefnameðferð, einkum með áherslu á meðferð og rannsóknir á tilfinningavanda kvenna með fíknivanda. Einnig vann hún um langt skeið á öldrunardeildum með aðaláherslu á stuðning við aðstandendur fólks með heilabilunarsjúkdóma og aðra alvarlega sjúkdóma. Hún var verkefnastjóri sálfræðiþjónustu vefrænna deilda sem sinnir öllum deildum spítalans utan geðdeilda frá 2016-2022.

Ása var stundakennari við Háskóla Íslands um langt skeið og hefur sinnt handleiðslu fagfólks og nema. Hún var um árabil í stjórn sálfræðingafélags Íslands.

Panta tíma / Senda skilaboð