Erla Grétarsdóttir

erla@ssk.is
Sími: 8998966
Tungumál: Íslenska og enska

Erla er klínískur sálfræðingur og veitir meðferð fyrir fullorðna við ýmsum tilfinningalegum vanda. Áhersla á meðferð við tilfinningalegum óstöðugleika, þunglyndi, kviða, áföllum, lágu sjálfsmati, samskiptavanda og áfengis- og vímuefnavanda.

Erla notast við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) en hefur einnig fengið þjálfun í áfallavinnu (cognitive processing therapy – CPT) og samkenndarnálgun.

Erla útskrifaðist með doktorsgráðu (Pd.D) í klínískri sálfræði frá Bandaríkjunum árið 2004 og hefur frá þeim tíma starfað sem sálfræðingur bæði á Landspítalanum og með eigin stofu. Erla hefur víðtæka reynslu af sálfræðistörfum á Landspítalanum þar sem hún hefur starfað á göngudeild, innlagnardeild, öldrunarsviði og núna síðustu 15 ár sem sálfræðingur í DAM teymi Landspítalans sem sinnir fólki með mikinn tilfinningalegan vanda. Erla hefur einnig sinnt kennslu í sálfræði og hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands síðan 2004 og var um tíma einnig stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Erla var einnig í stjórn félags um hugræna atferlismeðferð um nokkurra ára skeið.

Panta tíma / Senda skilaboð