Huldís er klínískur sálfræðingur og sinnir meðferð fullorðinna. Meðal helstu verkefna Huldísar eru meðferð við almennum tilfinningavanda, meðferð við lágu sjálfsmati, kvíða og þunglyndi. Þá vinnur Huldís með reiðistjórnun, ákveðniþjálfun og breytingar sem fólk vill gera á lífi sínu. Jafnframt sinnir Huldís fólki sem glímir við alvarleg veikindi, s.s. krabbamein og heilabilun og aðstandendur þeirra.
Huldís notar hugræna atferlismeðferð, samkenndarmiðaða nálgun og atferlistilraunir í meðferð.