Margrét Bárðardóttir

margret@ssk.is
Sími: 8630666
Tungumál: Íslenska, enska og þýska

Margrét er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Sérhæfing hennar er  í vinnu með þunglyndi, kvíða og streitu svo og flókin tengsla-og persónuleikavandamál. Síðustu tvo áratugi hefur núvitundar-og samkenndarnálgun verið hennar aðaláhersla í meðferð eftir að hún kynntist frumkvöðlum núvitundar í sálfræðilegri meðferð í Oxford  þangað sem hún fór upphaflega til að nema hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún notast einnig við aðferðir díalektískrar atferlismeðferðar  (DAM) og lagði  grunninn að uppbyggingu slíkrar meðferðar á Hvítabandi Landspítalans.

Margrét  lauk meistaraprófi í sálfræði við Freie Universitaet Berlin 1981. Fyrsta þjálfun eftir meistaraprófið var í Client -Centered Therapy, meðferð byggð á kenningum Carl Rogers.  Margrét er með Post Graduate Diploma í HAM frá háskólanum í Oxford, hefur verið í læri hjá Melanie Fennell, Mark Williams og Paul Gilbert í kennsluþjálfun í núvitund og samkennd og sótt kennaraþjálfun hjá Chris Germer og Kristin Neff í ,,Núvitund og samkennd í eigin garð“.

Margrét hefur samhliða stofurekstri unnið sem sálfræðingur  frá 1981 í Þýskalandi og Englandi en lengst af á geðsvið Landspítala háskólasjúkrahúsi, þar af um tíma á krabbameinsdeildum spítalans. Margrét hefur  kennt sálfræði á háskólastigi, verið handleiðari í HAM náminu á Íslandi og sinnt almennri handleiðslu fagfólks, nemenda og stjórnenda.

Panta tíma / Senda skilaboð