Ragnhildur Georgsdóttir

ragnhildur@ssk.is
Sími: 6929391
Tungumál: Íslenska, enska
Hægt er að óska eftir fjarviðtölum

Ragnhildur er klínískur sálfræðingur og býður velkomna skjólstæðinga sem hafa náð 18 ára aldri. Ragnhildur hefur sérhæft sig í díalektískri atferlismeðferð við tilfinningalegum óstöðugleika þar sem tilfinningasveiflur eru áberandi og þeim fylgja oft önnur einkenni eins og óhjálpleg bjargráð, erfiðleikar í samskiptum og óljós sjálfsmynd. Í díalektískri atferlismeðferð lærir skjólstæðingur færni í núvitund, tilfinningastjórn, streituþoli og samskiptafærni. Ragnhildur tekur líka á móti skjólstæðingum sem eru að glíma við kvíða, þunglyndi/depurð og /eða streitu og veitir hugræna atferlismeðferð. Ragnhildur veitir einnig hugræna úrvinnslumeðferð við áfallastreituröskun. Ragnhildur styðst einnig við samkenndarmiðaða meðferð í allri klínískri vinnu sem felst í því að þróa með sér samkennd í eigin garð og nýtist í öllum geðrænum vanda. Ragnhildur hefur einnig reynslu af langvarandi og flóknum, samsettum vanda þar sem vinna þarf út frá einstaklingsbundinni kortlagningu hvers og eins. Ragnhildur hefur einnig reynslu af vinnu með fólki á einhverfurófinu og býður það velkomið en ekki er boðið upp á einhverfugreiningar.

Ragnhildur lauk cand.psych. gráðu frá Háskóla Íslands 2009 og hóf störf sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala 2010. Fyrstu árin starfaði Ragnhildur sem deildarsálfræðingur á endurhæfingargeðdeild og sinnti þar greiningu og meðferð langvinns og fjölþætts geðræns vanda á borð við geðrofssjúkdóma, lyndisraskanir, kvíðaraskanir, áfallastreituröskun og fíkn. Árið 2016 hóf Ragnhildur störf í DAM-teymi Landspítala og fékkst þar við greiningar og meðferð á flóknum tilfinningavanda með díalektískri atferlismeðferð. Ragnhildur var teymisstjóri í DAM-teymi frá 2020-2022. Frá 2013-2020 vann Ragnhildur einnig við greiningar á einhverfu hjá fullorðnum í einhverfuteymi LSH. Ragnhildur lét af störfum hjá Landspítalanum vorið 2022 og hóf störf á Sálfræðistofunni sf. á Klapparstíg.

Panta tíma / Senda skilaboð