Um okkur
Tímapantanir eru gerðar beint við hvern og einn sálfræðing í síma eða með netpósti. Einnig má skilja eftir skilaboð á símsvara Sálfræðistofunnar 551 9550. Hægt er óska eftir sálfræðiviðtölum á íslensku, ensku, þýsku eða dönsku og fjarviðtölum (sjá upplýsingar um hvern og einn).
Halldór Hauksson
Halldór er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann veitir meðferð fyrir fullorðna og ungt fólk, meðal annars vegna þunglyndis, kvíða, áfalla, streitu, samskiptavanda, reiðistjórnunar eða vímuefnavanda. Hann hefur meðal annars sótt sérnám og þjálfun í samkenndarmiðaðri meðferð (Compassion Focused Therapy, ACT (Acceptance and Commitment Therapy), hugrænni atferlismeðferð (HAM) og áhugahvetjandi samtali (Motivational Interviewing ).
Halldór útskrifaðist sem sálfræðingur frá Freie Universität í Berlín árið 1994 og fékk sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði frá Embætti Landlæknis 2017. Hann hefur starfað á Sálfræðistofunni frá árinu 1999. Hann hefur einnig starfað sem sálfræðingur í Berlín, við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem yfirsálfræðingur á Stuðlum og sem sviðsstjóri á Barnaverndarstofu. Halldór var um nokkurra ára skeið formaður stéttarfélags sálfræðinga.
Panta tíma:
halldor@vesturland.is eða í síma 891 9212 eða skilja eftir skilaboð á símsvara 551 9550.
Katrín Sverrisdóttir
Katrín er klínískur sálfræðingur og sinnir greiningu og meðferð fullorðinna, sérstaklega ungmenna. Katrín sérhæfir sig í almennum tilfinningavanda svo sem kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati og streitu en einnig þar sem langtíma tilfinningalegur óstöðugleiki og samskiptavandi hefur verið til staðar. Katrín útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur frá Freie Universität í Berlín árið 2000. Hún hefur lokið tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð HAM sem er hennar helsta meðferðaráhersla í bland við núvitund. Katrín er einnig með reynslu í hugrænni úrvinnslumeðferð (HÚM) og díalektískri atferlismeðferð (DAM).
Katrín hefur starfað sem sálfræðingur í Berlín, Þýskalandi, við skóla- og meðferðarúrræði fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra. Hún starfaði á geðdeild Landspítalans í 9 ár, þar af í 7 ár á göngudeild geðsviðs við Hringbraut með áherslu á almennan tilfinningavanda sérstaklega hjá ungmennum. Katrín sinnti í 2 ár sálfræðimeðferð á legudeild unglinga við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og hefur komið að þróun og uppbyggingu HAM-hópmeðferðarúrræða fyrir ungmenni og unglinga. Katrín hefur starfað sjálfstætt á Sálfræðistofunni Klapparstíg undanfarin 9 ár og er með viðveru á mánudögum og fimmtudögum. Hún starfar jafnframt sem klínískur sálfræðingur við Háskóla Íslands þar sem hún sinnir sálfræðimeðferð fyrir nemendur HÍ í 50% starfshlutfalli
Panta tíma:
katrin.sverris@gmail.com eða í síma 694 9171 eða skilja eftir skilaboð á símsvara 551 9550.
Tungumál:
Íslenska, enska og þýska.
Hægt er að óska eftir fjarviðtölum.
Erla Grétarsdóttir
Erla er klínískur sálfræðingur og veitir meðferð fyrir fullorðna við ýmsum tilfinningalegum vanda. Áhersla á meðferð við tilfinningalegum óstöðugleika, þunglyndi, kviða, áföllum, lágu sjálfsmati, samskiptavanda og áfengis- og vímuefnavanda.
Erla notast við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) en hefur einnig fengið þjálfun í áfallavinnu (cognitive processing therapy – CPT) og samkenndarnálgun.
Erla útskrifaðist með doktorsgráðu (Pd.D) í klínískri sálfræði frá Bandaríkjunum árið 2004 og hefur frá þeim tíma starfað sem sálfræðingur bæði á Landspítalanum og með eigin stofu. Erla hefur víðtæka reynslu af sálfræðistörfum á Landspítalanum þar sem hún hefur starfað á göngudeild, innlagnardeild, öldrunarsviði og núna síðustu 15 ár sem sálfræðingur í DAM teymi Landspítalans sem sinnir fólki með mikinn tilfinningalegan vanda. Erla hefur einnig sinnt kennslu í sálfræði og hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands síðan 2004 og var um tíma einnig stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Erla var einnig í stjórn félags um hugræna atferlismeðferð um nokkurra ára skeið.
Panta tíma:
erlasgr@gmail.com eða í síma 899-8966
eða skilja eftir skilaboð á símsvara 551 9550.
Tungumál:
Íslenska og enska
´Asa Guðmundsdóttir
Ása er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún veitir meðferð og ráðgjöf fyrir fullorðna á öllum aldri, meðal annars vegna kvíða, streitu og áfalla, þunglyndis, samskiptavanda og lágs sjálfsmats. Hún hefur mikla reynslu af að sinna fólki með áfengis- og vímuefnavanda og aðstandendum þeirra. Einnig hefur hún unnið lengi með fólki með heilabilunarsjúkdóma og aðra alvarlega sjúkdóma og með aðstandendum þeirra.
Ása útskrifaðist með embættispróf í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1980. Hún fékk sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði 1991. Hún hefur sótt viðbótarmenntun og þjálfun í client centered therapy, hugrænni atferlismeðferð, hugrænni áfallameðferð og núvitund og samkennd í eigin garð (compassion focused therapy).
Ása hefur starfað á sálfræðistofunni frá árinu 1993 samhliða því að vinna á Landspítala frá 1983. Þar starfaði hún á geðdeildum, lengst af við áfengis- og vímuefnameðferð, einkum með áherslu á meðferð og rannsóknir á tilfinningavanda kvenna með fíknivanda. Einnig vann hún um langt skeið á öldrunardeildum með aðaláherslu á stuðning við aðstandendur fólks með heilabilunarsjúkdóma og aðra alvarlega sjúkdóma. Hún var verkefnastjóri sálfræðiþjónustu vefrænna deilda sem sinnir öllum deildum spítalans utan geðdeilda frá 2016-2022.
Ása var stundakennari við Háskóla Íslands um langt skeið og hefur sinnt handleiðslu fagfólks og nema. Hún var um árabil í stjórn sálfræðingafélags Íslands.
Panta tíma:
asagudmunds@gmail.com eða í síma 863 3766 eða skilja eftir skilaboð á símsvara 551 9550.
Tungumál:
Íslenska, enska og þýska.
Hægt er að óska eftir fjarviðtölum.
Margrét Bárðardóttir
Margrét er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Sérhæfing hennar er í vinnu með þunglyndi, kvíða og streitu svo og flókin tengsla-og persónuleikavandamál. Síðustu tvo áratugi hefur núvitundar-og samkenndarnálgun verið hennar aðaláhersla í meðferð eftir að hún kynntist frumkvöðlum núvitundar í sálfræðilegri meðferð í Oxford þangað sem hún fór upphaflega til að nema hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún notast einnig við aðferðir díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) og lagði grunninn að uppbyggingu slíkrar meðferðar á Hvítabandi Landspítalans.
Margrét lauk meistaraprófi í sálfræði við Freie Universitaet Berlin 1981. Fyrsta þjálfun eftir meistaraprófið var í Client -Centered Therapy, meðferð byggð á kenningum Carl Rogers. Margrét er með Post Graduate Diploma í HAM frá háskólanum í Oxford, hefur verið í læri hjá Melanie Fennell, Mark Williams og Paul Gilbert í kennsluþjálfun í núvitund og samkennd og sótt kennaraþjálfun hjá Chris Germer og Kristin Neff í ,,Núvitund og samkennd í eigin garð“.
Margrét hefur samhliða stofurekstri unnið sem sálfræðingur frá 1981 í Þýskalandi og Englandi en lengst af á geðsvið Landspítala háskólasjúkrahúsi, þar af um tíma á krabbameinsdeildum spítalans. Margrét hefur kennt sálfræði á háskólastigi, verið handleiðari í HAM náminu á Íslandi og sinnt almennri handleiðslu fagfólks, nemenda og stjórnenda.
Panta tíma:
margreba@centrum.is eða í síma 863 0666 eða skilja eftir skilaboð á símsvara 551 9550.
Tungumál:
Íslenska, enska og þýska.
Ragnhildur Georgsdóttir
Ragnhildur er klínískur sálfræðingur og býður velkomna skjólstæðinga sem hafa náð 18 ára aldri. Ragnhildur hefur sérhæft sig í díalektískri atferlismeðferð við tilfinningalegum óstöðugleika þar sem tilfinningasveiflur eru áberandi og þeim fylgja oft önnur einkenni eins og óhjálpleg bjargráð, erfiðleikar í samskiptum og óljós sjálfsmynd. Í díalektískri atferlismeðferð lærir skjólstæðingur færni í núvitund, tilfinningastjórn, streituþoli og samskiptafærni. Ragnhildur tekur líka á móti skjólstæðingum sem eru að glíma við kvíða, þunglyndi/depurð og /eða streitu og veitir hugræna atferlismeðferð. Ragnhildur veitir einnig hugræna úrvinnslumeðferð við áfallastreituröskun. Ragnhildur styðst einnig við samkenndarmiðaða meðferð í allri klínískri vinnu sem felst í því að þróa með sér samkennd í eigin garð og nýtist í öllum geðrænum vanda. Ragnhildur hefur einnig reynslu af langvarandi og flóknum, samsettum vanda þar sem vinna þarf út frá einstaklingsbundinni kortlagningu hvers og eins. Ragnhildur hefur einnig reynslu af vinnu með fólki á einhverfurófinu og býður það velkomið en ekki er boðið upp á einhverfugreiningar.
Ragnhildur lauk cand.psych. gráðu frá Háskóla Íslands 2009 og hóf störf sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala 2010. Fyrstu árin starfaði Ragnhildur sem deildarsálfræðingur á endurhæfingargeðdeild og sinnti þar greiningu og meðferð langvinns og fjölþætts geðræns vanda á borð við geðrofssjúkdóma, lyndisraskanir, kvíðaraskanir, áfallastreituröskun og fíkn. Árið 2016 hóf Ragnhildur störf í DAM-teymi Landspítala og fékkst þar við greiningar og meðferð á flóknum tilfinningavanda með díalektískri atferlismeðferð. Ragnhildur var teymisstjóri í DAM-teymi frá 2020-2022. Frá 2013-2020 vann Ragnhildur einnig við greiningar á einhverfu hjá fullorðnum í einhverfuteymi LSH. Ragnhildur lét af störfum hjá Landspítalanum vorið 2022 og hóf störf á Sálfræðistofunni sf. á Klapparstíg.
Panta tíma:
ragnhildurgeorgsdottir@gmail.com eða í síma 692 9391 eða skilja eftir skilaboð á símsvara 551 9550.
Tungumál:
Íslenska, enska.
Hægt er að óska eftir fjarviðtölum.
Huldís Franksdóttir Daly
Huldís er klínískur sálfræðingur og sinnir meðferð fullorðinna. Meðal helstu verkefna Huldísar eru meðferð við almennum tilfinningavanda, meðferð við lágu sjálfsmati, kvíða og þunglyndi. Þá vinnur Huldís með reiðistjórnun, ákveðniþjálfun og breytingar sem fólk vill gera á lífi sínu. Jafnframt sinnir Huldís fólki sem glímir við alvarleg veikindi, s.s. krabbamein og heilabilun og aðstandendur þeirra.
Huldís notar hugræna atferlismeðferð, samkenndarmiðaða nálgun og atferlistilraunir í meðferð.